þriðjudagur, 19. apríl 2005

Hlátrasköll á slysadeildinni

Fjölskyldulæknirinn leit á ökklann eftir slysið á föstudaginn. Hann sendi mig beint á slysadeildina. Þar var ég spurður hvað hefði komið fyrir. Ég svaraði niðurlútur: "Ég snéri mig í snú snú í skólanum". Hló þá læknir tröllslega og spurði hvort ég væri nú ekki vaxinn upp úr því. "Nei, það virðist ekki vera" svaraði ég. Eftir þessar hrakfarir ætla ég samt að láta mér segjast og leggja bandið á hilluna. Ökklinn var röntgenmyndaður og reyndist ekki brotinn, bara mjög illa tognaður.