föstudagur, 15. apríl 2005

Að snúa sig í snú snú

Föstudagur. Partý. Þetta var frekar slappur skóladagur. Síðasti tími var drepleiðinlegur. Kennarinn alls ekki í essinu sínu. Eftir skóla fór ég með bekkjarbræðrunum Guðmundi og Jósepi í Hallann. Stelpurnar í bekknum (þ.e. 90% bekkjarins) voru í leikfimi, þær eru alltaf einum tíma lengur en við á föstudögum út af leikfiminni. Þær voru úti í snú snú. Nafni fékk skyndilega þá hugmynd að við skyldum vera með í snú snú. Og hvað? Við fórum í snú snú. Sippi sippi sipp. Tveir að hoppa yfir bandið í einu. Hundakúnstir. En allt í einu bamm! Képpinn misstígur sig feitast og skellur í malbikið. Sársauki. Þátttöku minni í leiknum var lokið. Hökti að Íþöku og settist við vegginn. Tilvonandi læknar bekkjarins sýndu mikla vorkunn og sóttu kælipoka. Síðan hef ég verið haltur. Nú er ég kominn með teygjubindi um ökklann og hökti um á hækjum því fóturinn er orðinn stokkbólginn og miklu verri en hann var fyrst á eftir. Tók Voltaren Rapid verkjartöflu áðan sem gerði ekki rassgat gagn.

Sérfræðingurinn móðir mín segir að fótbrot sé hugsanlegur möguleiki. Ég er sammála því vegna þess að verkurinn og bólgan eru "fokk ees" mikil. Fjölskyldulæknirinn verður kallaður til við tækifæri.

Niðurstaða:
Luftgitar, ég dansa ekki. Stelpur dansa.
Luftgitar, ég sippa ekki. Stelpur sippa.
Þetta eiga menn að vita. Ég virti ekki þessar einföldu reglur og get sjálfum mér um kennt að vera draghaltur. Djöfulsins hálfvitaskapur.