miðvikudagur, 20. apríl 2005

Buxnalaus róni

6.bekkur dimmiteraði í dag. Við Jósi vorum á Austurvelli með þeim. Rónar fóru fljótlega að safnast að í von um áfengissopa. Sá að sumir gáfu rónum óupptekna bjóra svo þeir komust sannarlega í feitt. Einn róninn átti ekki belti og missti allt í einu niður um sig buxurnar þegar hann var að rausa við 6.bekkinga sem sátu á bekk. Þá fóru allir að hlægja að honum en hann vissi ekkert að hverju fólkið var að hlæja og tautaði þvoglumæltur: "Af hverju eruði að hlæja að mér?". Eftir nokkrar mínútur áttaði hann sig á buxunum á hælunum og hysjaði þær upp um sig og fór.