þriðjudagur, 19. apríl 2005

Ekki glens og ekki grín

Veðrið er allgott í dag. Sól skín og flestir eru hressari en venjulega og fá sér jafnvel ís. En það þarf meira til að hressa mig í dag en flesta aðra daga. Ástæður:
  1. Ónýtur ökkli. Ég haltra áfram og ferðahraðinn er minna en helmingur þess sem hann er venjulega. Sérstaklega gremst mér að sjá gamlar konur með þunga poka og töskur ná mér og stinga mig síðan af.
  2. Kvef.
  3. Ofgnótt af heimanámi. Skalinn er sprengdur í hverju einasta fagi núna. Verkbækur, skýrslur, próf.