föstudagur, 1. apríl 2005

Cheers og Our Man in Havana

Cheers eru skrambi góðir þættir sem Skjár einn sýnir nú en þeir voru sýndir á RÚV á árum áður. Verst að ég missi næstum alltaf af þeim. Maður er soddan hálfviti sko. Man ekkert sjónvarpsdagskrána.

Our Man in Havana er frábær bók. Besta atriðið í sögunni er tvímælalaust þegar aðalpersónan og vinur hans, læknirinn, fara inn á bar. Læknirinn er blindfullur og nýbúinn að vinna í lottó og gefur sig á tal við mann inni á barnum. Hann segir manninum að hann sé svo lélegur að hann hljóti að vera ímyndun sín. Læknirinn segist hafa svo lélegt ímyndunarafl þegar hann er fullur og út komi þessi ömurlegi maður sem vinnur sem fasteignasali og heitir Harry "fokk hvað þú ert lélegur, fasteignasali, býrð í Miami og heitir Harry, ömurlegt nafn. Ef vinur minn hefði ímyndað sér þig værirðu pottþétt eitthvað frumlegt eins og bissnisskarl frá Evrópu og hétir Pennyfeather". Síðan sagðist hann ætla út af barnum til að ímynda sér skárri mann og koma til baka þegar hann væri búinn að því.

Hló töluvert að þessu atriði, sem er lýst mun betur í bókinni og mæli ég með að fólk lesi hana.