fimmtudagur, 7. apríl 2005

Alpageitur á Íslandi?

Keyrði út í búð áðan. Um leið og ég var kominn út úr innkeyrslunni og hjólin farin að snúast heyrði ég klingjandi bjölluhljóm. Hljómurinn hélt áfram alla leiðina. Mér fannst ég vera geitasmali í Ölpunum að reka geiturnar mínar inn í gerðið. Bjöllurnar um hálsinn á þeim klingdu á meðan þær valhoppuðu kátar í áttina að gerðinu og ég blístraði lagstúf og gekk á eftir með prikið mitt og alpahúfuna.

Síðan var ég vakinn upp af værum draumi. Helvítis púströrið á bílskrjóðnum morknaði endanlega í sundur og féll á planið við búðina. Karlinn ekki sáttur. Klingjandi bjölluhljóðin sem ómuðu á meðan ég ók höfðu þá alls ekki verið geiturnar mínar heldur eitthvað ryðgað drasl að villa á sér heimildir. Lagði bílnum í stæði og systir mín sem var með í för fór og sótti draslið og henti því í skottið.

Nýr bíll? Móðir, hvernig er það?