miðvikudagur, 20. apríl 2005

Íhaldssamur páfi

Samkvæmt fréttum fordæmir Benedikt XVI, nýkjörinn páfi:
  • Samkynhneigða
  • Femínista
  • Allar aðrar kirkjudeildir en þá kaþólsku
  • Rokktónlist
  • Gyðinga

Já, hann þykir íhaldssamur karlinn. Nú bíð ég eftir að sjá næsta páfa á eftir honum, íhaldssaman blökkumann sem rekur hóruhús í Bangkok, á 17 konur, vill að konur missi kosningaréttinn og fordæmir börn og unglinga.