laugardagur, 2. apríl 2005

Ef hún bara vissi

Amma hélt einn af pistlum sínum áðan: "Það er svo mikil andskotans vitleysa að reykja og drekka. Guðmundur minn, ég vona að þú gerir það ekki. Það er peningasóun. Ég er búinn að lifa miklu lengur en þú og ég veit það. Það er kannski í lagi að fá sér einn bjór á ári eða eitthvað svoleiðis, ég meina, ég hef stundum fengið mér einn bjór úti á Kanarí með afa þínum EN EKKI MEIRA, og þá bara léttan, þessir sterku eru svo vondir. Þegar þeir eru orðnir tveir og þrír og fjórir og fimm eru peningarnir fljótir að fara."

Kostuleg.

Já, jæja, ég reyki þó ekki.