Símtal
Það er með ólíkindum hve oft fólk hringir í mig en ætlar að hringja annað og stundum er þetta of steikt. Í dag hringdi maður:"Góðan daginn"
Ég: "Góðan daginn"
Maður: "Hvar er þetta?"
Ég: "Guðmundur heiti ég"
Maður:"Nújá, þá er þetta kannski skakkt númer. Ég hélt að ég væri að hringja í dömu sem ég fékk númerið hjá"
Ég: "Já, ég held að ég sé ekki hún"
Maður: "Nú jæja, þá ætla ég að prófa annað númer og athuga hvort hún svarar þar"
Ég: "Aha"
Maður: "Allt í lagi, bless"
Ég: "Bless"
Nú veit ég ekki hvernig flestir hafa þetta, en mér finnst frekar steikt að hringja í skakkt númer og greina þeim sem svarar skýrt og skilmerkilega frá því hvert maður ætlaði að hringja. Er þetta kannski eitt stórt samsæri? Er kannski bara fullt af liði alltaf að þykjast vera með mitt númer?
Annars hefði ég átt að tækla þetta betur, segja að meint dama væri einmitt stödd þarna, biðja hann að bíða og skipt síðan yfir í lélega eftirhermu af kvenrödd og athuga hvort hann léti gabbast.