miðvikudagur, 12. apríl 2006

Walk the Line eða V for Vendetta

Myndirnar sem ég hef séð í bíó nýlega eru þessar. Walk the Line olli vonbrigðum. Gef henni 7,5. Sú sem lék fyrri konu Cash lék t.d. ekki sérlega vel og sagan var slappari en ég bjóst við. Hins vegar ætla ég ekki að kasta neinni rýrð á texta- og lagasmíðar meistarans.

V for Vendetta var hins vegar yfir væntingum og fær 9,0. Svakaleg vísindaskáldsaga.

Blindsker var í Sjónvarpinu um daginn. Önnur mynd um tónlistarmann og hún var betri en sú um Cash.