þriðjudagur, 25. apríl 2006

Segist leiðinlegur

Blaðið í gær greindi frá því að forsætisráðherra Hollands segist vera "fremur leiðinlegur". Enn fremur mun hann hafa sagt að ekki væri verra að vera "dálítið hressari" en þverneitaði þó að koma fram á kosningafundum á danshúsum og næturklúbbum.

Mér fannst þetta "fremur Baggalútsleg frétt", en þar sem þetta var ekki á Baggalúti og ekki er 1.apríl, hlýtur þetta að vera satt.

Skyldu fleiri forsætisráðherrar fylgja fordæmi hans?