miðvikudagur, 19. apríl 2006

Söguprófið

Fyrsta prófið búið. Ég lýsi frati á spurninguna úr 3.bekkjarefninu, hún var að segja frá harmleikjum og harmlikjaskáldum Forn-Grikkja. Annars vona ég að ég nái, skrifaði rúma eina og hálfa síðu um Jón Sigurðsson. Svo held ég að ég hafi tekið spurninguna um pólitískar hugmyndastefnur sem komu fram á 19.öld í nefið, fyrir utan að ég gleymdi að nefna þjóðernishyggju, sem var mikill sauðsháttur.

En nú ætla ég að gleyma þessu prófi og fara að pæla í næsta.