þriðjudagur, 11. apríl 2006

Stundaskrá

Á sunnudaginn gerði ég dulítið brall í bauk og bjó til stundaskrá fyrir páskafríið. Fyrsti dagurinn sem ég átti að fylgja henni var í dag og gekk það að mestu vel. Dagskráin í dag var eftirfarandi:

8:00-9:00; Morgunmatur & lesa blöðin.Gekk bara vel og ég sveikst ekki um.
9:00-9:40;SAGA. Garfaði samviskusamlega í bókinni Grikkland hið forna eftir Helga Ingólfsson.
9:50-10:30; SAGA Meira af því sama.
10:30-11:30; Út að skokka. Skokkaði út að Seltjarnarneskirkju og til baka.
11:30-12:40; Teygja, sturta, hádegismatur. Steikti svínagúllas í hádegismat og át með tómötum.
12:40-13:20; STÆRÐFRÆÐI. Reiknaði í fyrri 4.bekkjarbókinni dæmi um hringi.
13:30-14:10; Út í búð. Fór í Bónus. Það var glatað.
14:20-15:00; STÆRÐFRÆÐI. Þarna var ég prakkari og sveikst um að læra fyrstu tíu mínúturnar, byrjaði 14:30.
15:10-15:50; ÍSLENSKA. Nú var ég orðinn alveg frussandi úr leiðindum og skrópaði í eigin íslenskutíma, lagði mig í staðinn.
15:50-16:40; KaffitímiBara kaffitími beint eftir hænublundinn. Þarna var ég heppinn. Fékk mér flatbrauð með bönunum og epladjús með.
16:50-17:30; JARÐFRÆÐI. Oj, leiðinlegasta fagið í 6.bekk. Lét mig samt hafa það og las um nokkra frumkvöðla. Nei, úbbs, íslenska er sennilega leiðinlegri. Jæja.
17:40-18:20; LÍFFRÆÐI Las í 27.kafla. Auðvitað þurfti hann að fjalla um sama efni og við lærum í jarðfræði í 6.bekk, steingervinga og tímabil jarðsögunnar o.fl. En ég komst lifandi frá þessu.
18:20-20:30; Kvöldmatur. Sauð egg og át á brauð ásamt meðlæti. Horfði á fréttir og talaði við mömmu á Skype.
20:40-21:20; ÍSLENSKA. Nú fattaði ég að ég hafði ofhlaðið töfluna. Átti að mæta í bandý kl.21 og gerði það. Við vorum bara fimm mættir svo það var bara farið í einsnertingu, síðan spiluðum við við einhverja gaura sem voru þarna í klukkutíma.
21:30-22:10; EyðaVar enn í fótboltanum þarna.
22:30; Sofa.Kom ekki heim fyrr en 23:50 og er enn vakandi kl.00:27. Djöfull.

Svipuð dagskrá er fyrir alla daga páskafrísins. Eins og það sé ekki næg geðveiki, þá snoðaði ég mig síðasta laugardag.