fimmtudagur, 20. apríl 2006

Á mínum ungri árum í sveitinni rifumst ég og vinur minn einu sinni heiftarlega um hvort sumar væri komið þegar sumardagurinn fyrsti kom. Ég sagði að þetta héti bara sumardagurin fyrsti, sumarið kæmi ekki raunverulega fyrr enn í júní en að vorið væri hugsanlega komið. Hann beitti rökunum: "Af hverju heldurðu að þetta heiti sumardagurinn fyrsti?! Þetta er fyrsti dagur sumarsins". Síðan rifumst við um þetta í að minnsta kosti hálftíma og litlu munaði að hnefarnir væru látnir tala. Mig minnir að taktíkin "Mamma segir..." og "Pabbi segir..." hafi líka verið notuð við þetta tækifæri. Foreldrarnir taldir óskeikulir og alvitrir á þessum árum.

Ég veit ekkert af hverju ég man þetta og því síður hvers vegna ég er að skrifa þetta. Sennilega mundi ég þetta út af því að í dag er sumardagurinn fyrsti.

Held ég sé alveg tilbúinn að slást um þetta frábæra deiluefni núna.