Afdrifarík ferð til rakarans
Tíu ára frændi minn fór til rakara um daginn til að láta klippa sig. Það sem var óvenjulegt við það var að rakarafjandinn klippti bita úr kinnini á blessuðum drengnum, svo að hann var með vænsta sár eftir klippinguna. Svo þegar móðursystir mín, móðir tíu ára frændans kom að sækja hann til rakarans varð rakarinn að segja hvurs kyns var, að hann hefði klippt bita úr kinninni á drengnum. Frænka mín þurfti því að borga minna en ella fyrir klippinguna eða 1200 krónur í stað fjórtánhundruð króna, þannig að verðgildi kinnbitans var 200 krónur (1400-1200). Rakarinn tók greinilega bara kinnbitann upp í verðið á klippingunni. Ef frænka mín hefði nú verið aðeins hagsýnni kona og beðið rakarann að klippa kannski svolítið stærri bita af kinninni og kannski slíta smávegis af eyranu og rétt aðeins að klippa af nefinu þá erum við að tala um ókeypis klippingu. Frænka mín hefði getað sparað 1200 kjell og þá erum við að tala um bissniss. Ég veit því miður ekki hvaða rakarastofa þetta var en annars mundi ég að sjálfsögðu hvetja alla sem vilja spara soldið fyrir jólin til að drífa sig í klippingu þarna. Ég meina, þó að þeir verði af nokkrum kinn- og eyrnabitum. Hvað er það á milli vina? Þessi rakari á eftir að fá þokkalega mikinn bisniss ef þetta spyrst út. Svo getur hann hengt upp auglýsingu:
Komið í klippingu til mín! Ótrúlegt verð á klippingu, og ýmsum vörum. Verðdæmi:
Klipping á 8-12 ára Verð: 4 kinnbitar og einn eyrnabiti
Klipping á eldri en 12 ára: 5 kinnbitar, einn eyrnabiti og rétt smá snefill af nefinu.
Og svo fjölskylduTILBOÐ mánaðarins!, BOMBA:
Ef þú kaupir klippingu á alla fjölskylduna hjá mér kostar hún aðeins tvö eyru og eitt nef. (Miðað er við fjögurra manna fjölskyldu)
Þinn rakari.
Já, eins og þið heyrið er þessi rakari frábær. Tékkið á honum. Ég held að hann sé með stofu einhvers staðar í Kópavoginum.
föstudagur, 13. desember 2002
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|