sunnudagur, 8. desember 2002

Skarpagullkorn

Þar sem stærðfræðiprófið er ekki langt undan finnst mér tilvalið að koma með nokkur SKARPA-gullkorn:
"Þið verðið að vera svolítið leikin í þessu" (Lang algengasta gullkornið, helst notað í hverjum einasta tíma)
Þegar Skarpi var búinn að útskýra eitthvað í annað eða þriðja sinn voru einhverjir í bekknum sem skildu ekki ennþá hvernig þetta var. Þá sagði Skarpi: "Nú veit ég ekkert hvað ég á að gera við ykkur"
"Ja, sko, hann Guðni sem var hérna rektor hefði nú aldrei leyft svona lagað"
"Óttalegt mas er þetta"
Svo þegar einhver spurði um eitthvað, og einhverjir voru að masa á meðan: "Bíddu! Ég heyri ekki neitt. Það er svo mikill kliður hérna inni."
"Nú er ég alveg paff!"
"Æ,æ,æ,æ,æ"
"All right! (eða Oll ræht)
Í tilefni af því að skipt hafði verið um töflu í kennslustofunni, það var komin tússtafla í staðinn fyrir krítartöfluna:
"Æ, ég kunni nú betur við gömlu töfluna"
"Æ, verið ekkert að skrifa þetta. Þetta stendur allt í bókinni"
Svo einu sinni var hann búinn að skrifa langa og frekar flókna reglu á töfluna, skrifaði hann í lokin "sem er augljóst".
Og stundum var hann nýbúinn að skrifa eitthvað á töfluna og margir voru enn þá að skrifa það niður:
"Jæja, nú stroka ég þetta út!"
"Þetta dæmi kemur oft á vorprófi"
"Æ, verið ekki að masa!"
"Nú nenni ég þessu ekki lengur"
"Æ, þetta er svo létt, þarf ég nokkuð að vera að útskýra þetta"
Svo var hann að skrifa á töfluna en penninn var lélegur: "Þessi penni er ómögulegur" Þá prófaði hann næsta:"Þessi penni er líka ómögulegur". Svo prófaði hann þriðja: "Nei, þessi penni er líka ómögulegur! Allir pennar eru ómögulegir!"

Skarpi:"Þú þarna! Hættu þessu masi"
Nemandi:"Ég er að útskýra dæmi"
Skarpi:"Það er alveg sama!"

Ég man ekki fleiri í bili en þau skipta tugum eða hundruðum, gullkornin frá Skarpa. Sum eru kannski þannig að fólk hefði þurft að vera á staðnum. En að öllu gamni slepptu er hann sérdeilis góður kennari. Hann ætti að fá Fálkaorðuna.