þriðjudagur, 17. desember 2002

Fjandans vitleysa. Við komumst ekki inn á tónleikana. Nei, nei, það þýddi ekkert. Allir voru beðnir um skilríki. Margir urðu frá að hverfa að þeim sökum. Þar á meðal ég og Henrique. En fleiri MR-ingar voru þarna sem ekki komust inn en það voru einhverjir þriðjubekkingar. Við rákumst á tvo MR-inga úr fjórða bekk en það voru þeir Hlynur og Eiki og þeir komust inn, ekki af því að þeir væru með fölsuð skilríki eða eitthvað, nei...mamma Hlyns var með þeim og þeir komust inn í fylgd með forráðamanni. Hún er án efa mikill rokkhundur. Svo voru líka MR-ingar 18 ára og eldri og þeir komust að sjálfsögðu inn. Vitleysingarnir sem auglýstu þetta í útvarpi gátu ekki drullast við að segja frá aldurstakmarkinu. Þannig að ég seldi einhverjum hlunki miðann minn og hann er vafalaust smjattandi á eðaltónlist einmitt núna.
Í hnotskurn: ÖMURLEG FÝLUFERÐ.