Æ,æ,æ,æ,æ. Það verða engin jól hjá mér. Pabbi kom áðan heim úr verslunarferð og tilkynnti sorgarsöguna. Önd fæst hvergi. Það var honum sagt í búðinni sem hann fór í. Það hefur verið önd í jólamatinn hjá okkur frá því að ég man eftir mér og ég efast um að ég lifi það af að fá enga önd. Maður neyðist kannski til að fara út að Tjörn og slátra einni. Nei, uss! Það er ljótt. Í staðinn verður kalkúnn í jólamatinn. Hörmungarástand. Svona er þetta á þessum síðustu og verstu tímum. Ég sem var búinn að hlakka til að fá önd síðan á síðustu jólum. Þannig að það verður grátur og gnístran tanna hér í kotinu á jólunum. Nei, það verða engin jól. Jæja ég er hættur að blogga og farinn að gráta.
sunnudagur, 22. desember 2002
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|