föstudagur, 6. desember 2002

Djöfulsins sveifla! Í dag var enskupróf. Það var endemis vitleysa og létt með eindæmum. En svo verður stærðfræði á mánudag og það verður vafalaust erfitt.
En hrós vikunnar fá eftirtaldir:
SKARPI: það er sjálfsagt að hann fái hrós vikunnar í hverri viku. Og þá er ég ekki að tala um Plat-Skarpa heldur Skarphéðinn P. , stærðfræðikennara. Hann er bestur.
Flatkökur: það jafnast ekkert á við flatkökur með osti. Og flatkökur hjá ömmu eru að sjálfsögðu bestar.
Frikki (4.Y): já, maður! Jóla"fokkin"prófin í fullum gangi.
Jóladagatal Sjónvarpsins, Hvar er Völundur?: Þetta jóladagatal er það besta sem ég man eftir. Reyndar voru Pú og Pa líka í lagi og Klængur sniðugi. Blámi var hins vegar frekar slappur og baðkarsjóladagatalið sem ég man ekki hvað hét.
Kiddi peppó: Já, vinur minn, hvað get ég gert fyrir þig? "Ég ætlaði fá eitt Elitesse" Og þá segir Kiddi: "alltaf hress með Elitesse", klassískur.
Sigurður í 10-11: Hann er magnaður.

Skömm í hattinn fá:
Þátturinn Sigurjón Kjartansson og co.: Sigurjón er bara ekkert án Jóns Gnarr. Um daginn var hann að tala um hvað Spaugstofan væri léleg. Ég held að hann ætti að líta í eigin barm. Þátturinn hjá honum er suddalega leiðinlegur.
Innlit/Útlit: Vala Matt og Frikki Weisz. Að þau séu leiðinleg? Nei, hættu nú alveg. Jú, Vala Matt er svo tilgerðarleg að það hálfa væri nóg. Ég held að hún hafi aldrei sagt að eitthvað væri ljótt í þessum þáttum. Bara eitthvað: "En hvað þetta er skemmtilegt. Það tóna líka svo vel saman vínrauði liturinn í eldhúsinu og þessi skerandi appelsínuguli á ganginum". Vægast sagt tilgerðarlegt. Og Frikki Weisz., hann er alltaf að smíða eitthvað. Og bá segir Vala: "O, hann er svo handlaginn hann Frikki" Já, þau eru hress. Þau hljóta að fá Edduverðlaunin næst.
Fólk með Sirrý: Annar ömurlegur þáttur á SkjáEinum. En sumir virðast hafa gaman að þessu. A.m.k Saumaklúbburinn Særún.