Já, loksins eru þeir farnir að selja Mountain Dew á Íslandi. Þeim drykk kynntist ég fyrst á för minni um Kanada og Bandaríkin fyrir þrem árum og það voru sannarlega fagnaðarfundir. Síðan hef ég látið senda mér drykkinn frá Kanada með fólki sem kemur þaðan til Íslands en nú er því veseni lokið og ég get keypt þetta úti í næstu búð sem er mjög gott. En, já Ingibjörg Sólrún er að fara í þingframboð. Ég ætla ekki að dæma hvort það er gott eða slæmt. En hún var í Kastljósi í gær og þeir létu rigna yfir hana rosalegum spurningum en ekkert virtist bíta á henni. Hún er rosaleg í rökræðum og alltaf er jafn fyndið þegar hún mætir Birni Bjarnasyni í fjölmiðlum. Hún rústar honum alltaf, aumingja kallinum. Hann virkar svona eins og fimm ára krakki sem er að gera eitthvað af sér en hún virkar eins og mamma hans sem segir: "Vertu ekki með þessa vitleysu, Björn minn." Enda er Björn ömurlegur í að færa rök fyrir máli sínu.
fimmtudagur, 19. desember 2002
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|