mánudagur, 2. desember 2002

Áðan var ég í strætó. Á einni stoppistöðinni komu inn sjö piltar. Ég heyrði á tal þeirra. Þeir voru meðal annars að skipuleggja hvað þeir ættu að gera þennan daginn. Það hljómaði etthvað á þessa leið: "Hei, ég er búinn að búa til geðveikt start fyrir stormþömberið" "Já, ég gæti nú samt böstað þig í heddstartinu". og svo... " Hei, eigum við kannski að fara til Sindra, hann er ge'eikur geim-master" "ég vann nú Sindra um daginn í þöndervissjon" "Kjeftæði" ...stuttu síðar: "Hei strákar, ég kemst ekki á skákæfingu á eftir, ég er að fara að spila döndjons end dragons við frænda minn"...eftir meira hjal í þessum dúr komust piltarnir svo að niðurstöðu: "förum bara á skákæfinguna og höngum þar í klukkutíma áður en hún byrjar"
Þegar ég heyrði þessar umræður velti ég því fyrir mér hvort þarna væru komnar geimverur frá plánetunni Zxarkxius eða hvort þetta væru bara íslenskir piltar (stormþömber? Hvað ætli það sé) . En hvað sem því líður þá voru greinilega þarna á ferðinni mjög upptekinir menn.