sunnudagur, 29. desember 2002

Nú er ég búinn að prófa að leika jólasvein ásamt Henrik og Pajdak á jólaballi Lyfjafræðingafélagsins. Það var ágætt. Rifja upp barnajólalögin og svona og dansa kringum jólatré. Krakkarnir á þessu jólaballi voru á aldrinum 1-5 ára. Og a.m.k. tveir krakkar voru hræddir við þessa jólasveina. Og einn krakkinn fór að grenja strax þegar við komum og grenjaði svo í dágóða stund. En flestir krakkarnir þarna virtust hafa gaman að þessu. Svo komum við að sjálfsögðu með góðgæti í poka handa krökkunum. Við fengum engin laun fyrir þetta í peningum en það var gríðarlegur afgangur af góðgætinu (nammipokum einhvurskonar) og við jólasveinarnir fengum að hirða það. Svo fengum við líka að hirða nokkrar óáteknar gosflöskur og smákökur í tonnatali. En ég veit ekki hvort ég á að leggja jólasveinsstarfið fyrir mig. Held ekki. Já, þess skal að sjálfsögðu getið hvaða jólasvein hver okkar lék. Ég var Gluggagægir, Pajdak var Gáttaþefur og Henrik Kertasníkir.