föstudagur, 30. janúar 2004

Babú babú

Góðan dag góðir hálsar og þið hinir sem hálsbólgu hafið. Reyndar eru þið hinir með hálsbólgur, í fleirtölu. Hugsaðu um þetta áður en þú ferð að sofa, lesandi góður.

Ég tek strætó á morgnana. Það hanga leiðbeiningar í loftinu. Þar stendur: „Vinsamlegast gangið vel um vagninn.“ og „vinsamlegast standið upp.“ Þó báðar þessar tilkynningar megi misskilja er útkoman ekkert gríðarlega fyndin. Um daginn kom ég auga á miða sem ég hafði aldrei séð áður. Hann var festur á stólinn fyrir framan mig. Þar stóð: „Vinsamlegast setjið ekki fæturna upp á bakið.“ Ég veit ekki hvaða jóga-fólk hefur verið að taka strætó en aldrei á mínum 19 árum og 1 degi hef ég séð neinn í strætó setja fæturna á sér upp á bak.

Annars eru einhverjar gríðarlegar breytingar í vændum hjá Strætó, eins og lesa má hér:
http://www.straeto.is/UmFyrirtaekid/frettir/nr/157

Ég skrópaði í efnafræði í dag til að lesa undir stærðfræðipróf. Ég skrópa samt ekkert miðað við Heiðar nokkurn í bekknum mínum. Heiðar mætir bara heilu og hálfu dagana. Hann sló þó öll met þegar hann mætti aðeins í síðasta tímann í dag. Á þessum tíma gerðist EKKI NEITT. Það fannst mér gríðarlega fyndið. Af hverju í fjandanum var hann að koma?

(Það var eins gott að ég afritaði þessa bloggfærslu í Word, þetta þurrkaðist allt út. Mæli ég með að bloggarar Kebabsins geri þetta í öryggisskyni eða „for the tsjildren“ eins og ég kýs að kalla það.)

fimmtudagur, 29. janúar 2004

Síðustu forvöð

Sonur minn, yfirbloggarinn, benti mér á að nú væru að verða síðustu forvöð fyrir mig að nýta mér bloggboðið áður sem hann sendi mér snemma í janúar. Í byrjun febrúar verður nefnilega hætta á að blogg mitt drukkni í innibyrgðu bloggflóði hans. Þegar hann kemur úr bloggfríinu má reikna með að tjáningarþörfin verði gífurleg. Af næstu færslu á undan minni virðist reyndar sem það séu síðustu forvöð varðandi vel flest fyrir fólk á mínum aldri, eða eiginlega komið fram yfir síðustu forvöð, þar sem flestöllu skemmtilegu ljúki um tvítugt.
Neei, drengir mínir, - það er ekki þannig. Það er meira að segja líf eftir fertugt (ég átti kannski ekki að afhjúpa þetta strax, meira gaman að láta það koma á óvart).
Og til þess að minna á að það var líka líf í gamla daga, og að fólk á öllum aldri getur skemmt sér við fleira en megrunarkúra, auglýsingar eða Spaugstofuna (ég hef reyndar aldrei skilið skemmtanagildi megrunarkúra, - kannski eins gott), ætla ég að taka Guðmund höfuðbloggara með mér norður í land um helgina til að þjálfa hann og uppfræða í þorrablótshefðum.
Annars get ég ekki kvartað undan því að sonur minn hugsi lítið um móður/mæður. Undanfarið hefur hann verið svo upptekinn af hugsunum um mæður að hann hefur á köflum bara ekki komið upp orði (ef þið sem hlustuðuð á ræðukeppnina þar sem umræðuefnið var mæður hélduð að þagnirnar væru út af því að hann væri EKKERT að hugsa, þá leiðréttist það hér með). Viðeigandi hefði verið að fagna þátttöku drengsins í ræðukeppninni með því að blogga þann dag, en mér yfirsást sá möguleiki, enda mikið að gera í vinnunni. Ég held samt að ég hafi munað að kaupa inn þann dag, þannig að ásakanir KRAKKANS, dóttur minnar, neðar á síðunni um vanrækslusyndir varðandi kæliskápinn eru úr lausu lofti gripnar, - þá daga sem ég kaupi ekki inn er ástæðan venjulega sú að ég veit ekki hverju börnin óska eftir að nærast á þann daginn.

19 ára í dag

Þá er maður bara orðinn 19 ára. Síðasta ár mitt sem unglingur er runnið upp. Það verður að nýta gríðarlega vel og vandlega. Blæs ég til veislu það hið þriðja kvöld.

Eins gott að ég er ekki orðinn fertugur. Þegar því aldurskeiði er náð hefur kímnigáfu hrakað gífurlega. Verða þá aukakíló og kaloríur sprenghlægilegar; „Ha? Súkkulaðikaka? Má maður við þessu?“ Svo hlæja allir hrossahlátri og feiksmælið er í botni. Þessi sami brandari ár eftir ár eftir ár þangað til maður verður svo gamall að hann kalkast út um annað eyrað og myndar hvítt duft á gólfinu. Farið hefur fé betra.

Og hvað fær maður yfir þrítugt í afmælisgjöf? Minnstu ekki á það, helvískur. Sokka, bindi og rakspíra. Kemur verulega á óvart í hvert skipti, og svo hafa börnin gott af þessu.

Svo kveikir maður á Létt FM, syngur með og sturtar í sig Herbalife eða hvað það mun heita þá. Íslenskar auglýsingar og Spaugstofan verða allt í einu aðhlátursefni. Og svo springur Solveig María.

Að lokum er hér frumsamið ljóð.

TILBÚIN FEGURÐ

Þú getur gifst konu
sem læknar hafa breytt.

Þú getur gifst konu
sem fyrir fegurð sína hefur greitt.

En mundu…
ósnert er hennar rót.
Börnin ykkar verða ljót.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Þakka þeim sem hlýddu, hinir mega eiga sig.

þriðjudagur, 27. janúar 2004

Maður minn, lið 4.R í ræðukeppni Menntaskólans er með því svakalegasta sem sést hefur. Þá er lesendum gefið það eftir hvort svakalegt sé gott eða slæmt. Annars rúlluðum við Einar, Gummo og Trausti þessu upp með 17 stiga mun. Svo má athygli vekja á því að mikla lukku vakti þegar Guðmundur ætlaði að spinna kringum nokkra punkta sem hann hafði sett á blað, en all fór á versta veg og þegar kappinn ætlaði að spinna kom ekkert út. Vitaskuld byrjuðu hlátrasköll allra viðstaddra um leið og þegar á leið á ræðu hans kom í ljós að hann sagði bara punktana sem hann hafði skrifað og svo kom bara Arnbjarnar syndrome-ið inná milli, þar sem hann starði bara útí loftið.

Annars var ég að koma úr drepleiðinlegum leikfimitíma þar sem Kjálkinn lét okkur gera eitthvað ALLAN tímann, sem er auðvitað stórhættulegt heilsunni, andlegri og líkamlegri. Það lá ekki á því að menn hafi svitnað í alvöru þarna, þar sem allsvakaleg líkamslykt var komin í klefann eftir stutta stund. Bar þar á vörum að það væri skítalykt í sturtuklefanum og nokkrir sakaðir um óþefinn. Þetta var svona stöðvaþjálfun þar sem við fengum allir fjarstýringar...... bíddu bíddu, við fórum á svona stöðvar og áttum að rekja bolta, skjóta í körfu, gera armbeygjur(og réttur skv. Frænkunni)

En allt í allt stóð ræðukeppnin uppi sem ein skemmtilegasta ræðukeppni vetrarins, en það var ekki vegna fagmennsku, því eins og allir vita er fagmennska leiðinleg.

mánudagur, 26. janúar 2004

Almennu siðferði slotar

Svo virðist mér sem skipi okkar sé stýrt til glötunar og verði ekki afturkvæmt. Hinni svokölluðu „meðalmennsku,“ sem vill oft vera okkar mælikvarði á annað fólk fer ört og skjótt hnignandi. Hið arga meðal-ljón (vert er að nefna fyrir heimskt fólk að þetta er helber orðaleikur, en öllu gamni fylgir nokkur alvara og skrúðmælgi er ekki afarkostur) er urraði svo forðum er nú orðið að ömurlegum meðal-flóðhesti sem borðar á Mc'Donalds og fer í lúxussal kvikmyndahúsa. Kófheimskir nautnafíklar synda í svarthafi hörmulegra hefða nútímans. Snúum við áður en við hröpum niður gljúfrið sem við höfum rist.

Annars er ég gríðarlega hress og til í tuskið.

sunnudagur, 25. janúar 2004

ég var að keyra í dag og lenti á eftir einu af hættumesta fólki í umferðinni í dag; gömul kona keyrandi á 10 undir hámarkshraða sem er náttúrulega gjörsamlega óþolandi. Finnst mér að það ætti að koma upp einhverju kerfi þar sem fylgst er með gömlu fólki og um leið og þau fara að keyra undir hámarkshraða og/eða færa sætið í stöðuna næst stýrinu, þá yrði ökuskírteinið hrifsað af þeim og þau skölluð með miklum látum.

Ég og Gummi bloggmaster vorum á ræðuliðsæfingu hjá höfuðsteik skólans, Einari sem var einmitt að fara í mat hjá séra Páli með pabba sínum dr.Hallgrími. Þar ræddum við rök okkar og bardagaaðferð í ræðukeppni morgundagsins, þar sem við munum rúlla upp hinu liðinu með svaðalegum rökum og mótrökum. Það var einróma samþykkt að ef dómararnir dæmdu hinu liðinu sigur væri eitthvað alvarlegt að, meir að segja fékkst sérfræði álit á því þar sem faðir Einars er sálfræðingur. Hann sýndi okkur nokkrar bækur sem skrifaðar voru fyrir 76 árum og voru frumútgáfur, eldgamlar og verðmætar. Gumma og mér fannst það einkennilegt að hann skuli hafa treyst tveim menntaskólafávitum einsog mér og Gumma til að handleika gripina. djös buggl

Naflaskoðun við matarborðið og skottferðir

Það var kvöldmatur í gær eða fyrradag. Umræðuefnið við matarborðið var mjög skemmtilegt. Jú, við vorum að tala um naflann á mér(Krakkanum). Ég var nefnilega með svona naflakviðslit eða eitthvað álíka og þá gat ég togað naflann á mér lengst út. Bumbur höfuðbloggari sagði að þegar ég yrði stór og ætti búgarð væri ég farin að geta snarað kýrnar með líffærunum. En það er samt dáldið síðan að það var skorið í naflann á mér og þetta lagað. Bumbur var að fatta það í gær.
En þetta þetta voru óneitanlega skemmtilegar umræður sérstaklega í ljósi þess að maður var að borða þarna.

Svo voru líka frosnar allar læsingarnar á bílnum nema á skottinu og því klifraði ég inn í bílinn úr skottinu og opnaði fyrir Bumbi og mömmu minni. Á leiðinni fram í hrundu tveir hundrað króna peningar úr vasanum á kápunni minni og svo fékk ég gleraugnahulstur í hausinn.
Samt var þetta mjög gaman.

laugardagur, 24. janúar 2004

Þörungurinn snýr aftur (eða svo)

Uss! Hvernig væri að í byrjun hvers fréttatíma segði fréttamaður hvernig fréttir væri framundan með því að mæla: „Ég hef 4 góðar fréttir og 12 vondar að færa .“ Þar með myndi fréttatíminn skiptast í tvennt. Reyndar yrði góði fréttatíminn alltaf mun styttri eða jafnvel enginn. Hvað getur þú, lesandi góður, gert til að breyta þessu og til eftirbreytni annarra? Við skulum íhuga þetta í hálftíma eða svo.

En yfir í aðra sálma. Ég fór á söngkeppni MR. Hvólk nóg spurn mín segði er annað mál og verður ekki rætt hér frekar. Nú eins ég hef þegar sagt og endurtek nú fór ég á þessu umræddu keppni. Hefðu Trausti og Einar átt að vinna, en eins og Trausti sagði „eru allir sigurvegarar.“ Ég sat framarlega við hlið við sviðið í óttalegum klið og hló bara að þessu eða svo. Eftir að ég hafði skallað alla keppendur fyrir hlé var hlé eins og augljóst þykir, enda tvítekið fyrir gullfiskaminni vitgrannra lesenda.

Eins og menn muna var hlé og greip ég tvær pizzur og skallaði Pepsi. Sendi ég gripina rakleiðis í meltingarveg minn. Að þessu búnu brá ég á leik og sté á stokk. Þótti það bera af hvað siðferði varðar og var ég því samstundis tilnefndur til fernra Óskarsverðlauna. Þóttust Maríóbræður vera mamma mín en án efa graust hlust við tilmæli þriggja. Hrúgran streytlaði í grípis þol en hafði hvor um sig vart um sig og aðra.

Fjarstæðukennt þykir mér, að hinir súgbrotnu og þau hin margsettu sleipnirök manna þeirra er sumir þykja til svara saka, eru við hrógur.

Lýkur hér með pistli þessum, eða svo að segja.

föstudagur, 23. janúar 2004

Guðmundur "óléttur"




Já þarna er hann. Reyndar áður en hann var búinn að fá bumbu.
Þetta byrjaði allt um jólin þegar Guðmundur át eins og svín hvort sem það kemur málinu við eða ekki. Og hann fitnaði og fékk bumbu. Því miður er ekki til mynd af bumbunni.
Ég fór með honum í heimsókn til Möggu móðursystur sem bauð honum allskonar hnossgæti en hann fúlsaði við öllu. Hann vildi ekkert súkkulaði, ekkert gos og bara ekkert fitandi.
En bráðlega kemur sá tími að hann verði léttari og þá losnar hann kannski úr dyragættinni og fer oftur að blogga eins og brjálaður. En hann fær góðan stuðning frá móður sinni sem sér um innkaupin því ískápurinn er þessa stundina eins og eyðimörk. Það bitnar nú samt bara á mér vegna þess að hann kemst varla úr dyragættinni fyrr en í fyrsta lagi í febrúar.

fimmtudagur, 22. janúar 2004

Nú í fyrsta skipti á Íslandi: Pajdak bloggar (sjá mynd)

Tómas Halldór Pajdak


Vegna u.þ.b. þriggja áskorana ákvað ég að taka hér eitt gestablogg á bloggi Gvendar. Þar sem ég hef aldrei bloggað áður ætla ég að fara klassísku leiðina og lýsa deginum hjá mér.
Dagurinn var ósköp venjulegur, ég vaknaði klukkan fimm í sjö og tók síðan strætó í skólann. Létt-hnakkinn var við stýrið og að sjálfsögðu með LÉTT FM í botni. Sú stöð þarf að taka sér tak, alltaf sömu lögin á morgnana og umsjónarmennirnir halda að þeir séu eitthvað sniðugir. Þegar ég kom í skólann tók við týpískur íslenskutími þar sem Ásgerður kennari meig í sig af aðdáun þegar hún las Völuspá. Síðan var skrifleg stærðfræðiæfing einsog konungurinn segir, 10 á lesna og 9 hinumegin ef mér skjátlast ekki. Eftir prófið liðu tímarnir fljótt og fyrr en varir var komið að því að spila bandý í íþróttahöll MR. Þetta var með betri bandýæfingum í langan tíma, enda menn æstir í að komast í form fyrir Íslandsmeistaramótið á þessu vori. Ég varð reyndar fyrir því óhappi að misstíga mig harkalega þegar við höfðum spilað í dágóða stund og varð að taka því rólega í kjölfarið. En sönnum íþróttum fylgja alltaf meiðsli (heyriði þetta skákmenn). Nú sit ég hér og blogga en í náinni framtíð mun ég horfa á leikinn við Slóvena. Ég segi að Ísland taki þetta með þremur mörkum.
Góða helgi!

miðvikudagur, 21. janúar 2004

Kommentakerfið í ólagi

Já eins og fyrirsögn þessarar færzlu bendir á, er kommentakerfið í ólagi. Vinsamlegazt slökkvið á farsímum og notið spjallborðið neðzt á síðunni unz annað verður tilkynnt.

Stundum finnst mér eins og allir séu geðveikir nema ég. En er það ekki skilgreining á geðveiki?

þriðjudagur, 20. janúar 2004

Enska og slík leiðindi

Enskukennsla í skóla vorum er stórlega ábótavant hvað skemmtun og lærdóm af námi varðar. Anna Arinbjarnar er fremst í flokki leiðinlegra enskukennara þar sem hún með mikilli prýði tekur allann þann vott af skemmtun sem mögulegt er á úr faginu.
En nóg um það ég er nýjasti gestabloggari kebabs og ætla með þessu bloggi og framvegis til ófyrirsjáanlegrar framtíðar að skelka alla sem þetta lesa með skoðunum og stafsetningar og málvillum.

sunnudagur, 18. janúar 2004

Djöfulsins sveifla

Já,já. Ég fór á Listsýningu Gnarrins í Fríkirkjunni ásamt Guðmundi höfuðbloggara og Andmanni. Á leiðinni frá Andmanni festist Ingunarwagon og við fórum út að ýta. Þá er mér spurn, ætli fatlafól í hjólastól festist aldrei í snjósköflum? Þau eru pottþétt með barnaskóflu í hanskahólfi stólsins eða jafnvel teskeið og segja: „Jæja, út að moka!“ Svo er hjálpsami Samverjinn annað fatlafól sem bindur reipi í þann fasta og dregur áfram.

Sýningin var ókeypis og fær mín meðmæli. Best fannst mér myndin „Jesú og börnin“ svo og „Satan freistar Jesú“. Verkin kallast helgimyndir og er Jesú Actionmankall. Þegar við vorum að fara benti Jón Gnarr okkur á gestabók og sagði að við yrðum að skrifa í hana því hún hefði verið svo dýr; 6000 kall. Hann vildi þó ekki að ég skrifaði aftur í bókina aðeins aftar en hló hrossahlátri að hugmyndinni.

Andmann fékk gríðarlega heimþrá og byrjaði að kvaka. Skutluðum við honum því heim svo leiftursnöggt að engispretta hefði dauðskammast sín. Í leiðinni renndum við framhjá Sörlanum og sáum mann keyra á móti einstefnu. Það getur aðeins hafa verið einn maður, Skarphéðinn Pálmason sjálfur. Hann var meira að segja með frúnni. Seinna kom í ljós að þetta var alls ekkert einstefna en það er alveg sama.

Að þessu loknu fórum við á Grillið við Tryggvagötu. Ég fékk goslaust Sprite. Ég skallaði þjóninn sem kom með nýtt. Það var alveg eins. Svo pantaði ég ónefndan hamborgara og bað um að sleppa laukhelvítinu en fékk BBQ hamborgara með laukandskota. Þegar ég lauk við laukinn skallaði ég alla þjónana leiftursnöggt því viðskiptavinurinn hafði laukrétt fyrir sér, þó hann hefði ekkert beðið um slíkt. Þjónninn var samt eiturhress og sparaði ekki gantið. Hann sagðist hringja í forstjórann ef seinna Sprittið væri goslaust.

Þess má geta að hinn fjórskipti gjörningur neðst til hægri á þessari síðu er ömurlegur, svo og Gísli Marteinn Baldursson.

laugardagur, 17. janúar 2004

Idolpartí og hugmynd að nýjum gatnamótum

Gott kvöld. Ég er búinn að vera að lesa eðlisfræði í allan dag. Hressandi.

Í gær fór ég á Gettu betur og hélt svakalegt Idolpartí. Hápunktur dagsins var að sjálfsögðu þegar búdrýgindabuffið tróð sér inn á skjáinn óboðið á Idolfögnuði Grindavíkur, byrsti sig og skók svo glumdi í viðtækjum.

Sveppasúpan er aðeins að skána. Fyrsti þátturinn var fyrir neðan allar hellur og enn sumt ekkert fyndið. Auðunn Blöndal hefur ekki getið sér til glettni í mínum húsum. Atriðin með Sigurjóni Kjartanssyni eru langfyndnust og fagna ég óspart endurkomu Tvíhöfða.

Mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut? Gatnamótin fyrir framan blokk mína hafa mikið verið í umræðunni undanfarið vegna hárrar slysatíðni og gríðarlegs umferðarþunga sem þar er á álagstímum. Ég hef oft og tíðum heyrt árekstur og þotið út í glugga.

Leitað er að hugmyndum. Frumdrögum hönnunar og matsskýrslu skal skilað fyrir 13. desember 2004. Hvernig væri að finna upp eitthvað almennilegt án þess að fara yfir skynsamleg fjármörk? Fyrir gangandi vegfarendur gætu rennibrautir yfir göturnar bæði flýtt fyrir (gangbrautarljósin lögð niður) og svo hefðu krakkarnir gaman að þessu (það er fyrir öllu). Fyrir umferðina sjálfa er ég með ferska hugmynd. Umferðarljósunum yrði gjörbreytt þannig að litirnir yrðu fleiri. Þegar ákveðinn litur kæmi á ljósunum ættu allir vegfarendur í þeim sokkalit að keyra af stað. Svo ef vegfarandi man ekki sinn lit og kíkir á sokk sinn þarf hann að sitja hjá eina umferð. Ef ökumaður fer yfir á röngum lit springur hann í loft upp.

Ps. Þessar pop-up auglýsingar og ruslpóstur eru hálfvitar.

mánudagur, 12. janúar 2004

´´ ´Kuldi ´ ´´ ´ ´´´´

Það ætti að banna þennan helvítis kulda, sem er þversögn, sem er augljóst því það er ekki kalt í helvíti. Þessir veðurfræðingar/hryðjuverkamenn virðast allir vera sjálfstæðismenn og úða bláum tölum yfir okkur.

Þrátt fyrir það stöðvaði það ekki ónefnda menn í að ganga í skólann úr Breiðholti. Maður spyr sig: Hvað fær menn til að gera svona lagað? Jújú, sumir hafa bætt á sig í jólafríinu.

Yfir í aðra sálma:
FRÉTTASKOT

"Tveir fulltrúar í ríkisstjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa tekið upp hanskann fyrir hann eftir harða gagnrýni fyrrverandi fjármálaráðherra Pauls O'Neills sem sett er fram í óútkominni bók og tilheyrandi viðtölum í sjónvarpi og tímaritum." (af mbl.is)

Hann er þá að batna, hann er vanur að missa niður um sig...

föstudagur, 9. janúar 2004

CAPS LOCK ER MAGNAÐUR ANDSKOTI



Föstudagur er genginn í garð. Vikan er á enda og um að gera að skalla líðandi stund.
Maður veður í vitleysunni og vitlausu veðri!

Mæli með Kim Larsen og þessari síðu: - http://cd-r.blogspot.com - Hún er svakaleg.

Sjáumst í næsta lífi, AUMINGJAR!

fimmtudagur, 8. janúar 2004

Pólitík

Það er mál manna að starfsgreinasambandið undirbýr boðun verkfalls hjá félagsmönnum sem starfa hjá ríkinu. Hverjum er ekki drullusama?