laugardagur, 24. janúar 2004

Þörungurinn snýr aftur (eða svo)

Uss! Hvernig væri að í byrjun hvers fréttatíma segði fréttamaður hvernig fréttir væri framundan með því að mæla: „Ég hef 4 góðar fréttir og 12 vondar að færa .“ Þar með myndi fréttatíminn skiptast í tvennt. Reyndar yrði góði fréttatíminn alltaf mun styttri eða jafnvel enginn. Hvað getur þú, lesandi góður, gert til að breyta þessu og til eftirbreytni annarra? Við skulum íhuga þetta í hálftíma eða svo.

En yfir í aðra sálma. Ég fór á söngkeppni MR. Hvólk nóg spurn mín segði er annað mál og verður ekki rætt hér frekar. Nú eins ég hef þegar sagt og endurtek nú fór ég á þessu umræddu keppni. Hefðu Trausti og Einar átt að vinna, en eins og Trausti sagði „eru allir sigurvegarar.“ Ég sat framarlega við hlið við sviðið í óttalegum klið og hló bara að þessu eða svo. Eftir að ég hafði skallað alla keppendur fyrir hlé var hlé eins og augljóst þykir, enda tvítekið fyrir gullfiskaminni vitgrannra lesenda.

Eins og menn muna var hlé og greip ég tvær pizzur og skallaði Pepsi. Sendi ég gripina rakleiðis í meltingarveg minn. Að þessu búnu brá ég á leik og sté á stokk. Þótti það bera af hvað siðferði varðar og var ég því samstundis tilnefndur til fernra Óskarsverðlauna. Þóttust Maríóbræður vera mamma mín en án efa graust hlust við tilmæli þriggja. Hrúgran streytlaði í grípis þol en hafði hvor um sig vart um sig og aðra.

Fjarstæðukennt þykir mér, að hinir súgbrotnu og þau hin margsettu sleipnirök manna þeirra er sumir þykja til svara saka, eru við hrógur.

Lýkur hér með pistli þessum, eða svo að segja.