föstudagur, 23. janúar 2004

Guðmundur "óléttur"




Já þarna er hann. Reyndar áður en hann var búinn að fá bumbu.
Þetta byrjaði allt um jólin þegar Guðmundur át eins og svín hvort sem það kemur málinu við eða ekki. Og hann fitnaði og fékk bumbu. Því miður er ekki til mynd af bumbunni.
Ég fór með honum í heimsókn til Möggu móðursystur sem bauð honum allskonar hnossgæti en hann fúlsaði við öllu. Hann vildi ekkert súkkulaði, ekkert gos og bara ekkert fitandi.
En bráðlega kemur sá tími að hann verði léttari og þá losnar hann kannski úr dyragættinni og fer oftur að blogga eins og brjálaður. En hann fær góðan stuðning frá móður sinni sem sér um innkaupin því ískápurinn er þessa stundina eins og eyðimörk. Það bitnar nú samt bara á mér vegna þess að hann kemst varla úr dyragættinni fyrr en í fyrsta lagi í febrúar.