Maður minn, lið 4.R í ræðukeppni Menntaskólans er með því svakalegasta sem sést hefur. Þá er lesendum gefið það eftir hvort svakalegt sé gott eða slæmt. Annars rúlluðum við Einar, Gummo og Trausti þessu upp með 17 stiga mun. Svo má athygli vekja á því að mikla lukku vakti þegar Guðmundur ætlaði að spinna kringum nokkra punkta sem hann hafði sett á blað, en all fór á versta veg og þegar kappinn ætlaði að spinna kom ekkert út. Vitaskuld byrjuðu hlátrasköll allra viðstaddra um leið og þegar á leið á ræðu hans kom í ljós að hann sagði bara punktana sem hann hafði skrifað og svo kom bara Arnbjarnar syndrome-ið inná milli, þar sem hann starði bara útí loftið.
Annars var ég að koma úr drepleiðinlegum leikfimitíma þar sem Kjálkinn lét okkur gera eitthvað ALLAN tímann, sem er auðvitað stórhættulegt heilsunni, andlegri og líkamlegri. Það lá ekki á því að menn hafi svitnað í alvöru þarna, þar sem allsvakaleg líkamslykt var komin í klefann eftir stutta stund. Bar þar á vörum að það væri skítalykt í sturtuklefanum og nokkrir sakaðir um óþefinn. Þetta var svona stöðvaþjálfun þar sem við fengum allir fjarstýringar...... bíddu bíddu, við fórum á svona stöðvar og áttum að rekja bolta, skjóta í körfu, gera armbeygjur(og réttur skv. Frænkunni)
En allt í allt stóð ræðukeppnin uppi sem ein skemmtilegasta ræðukeppni vetrarins, en það var ekki vegna fagmennsku, því eins og allir vita er fagmennska leiðinleg.
þriðjudagur, 27. janúar 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|