Naflaskoðun við matarborðið og skottferðir
Það var kvöldmatur í gær eða fyrradag. Umræðuefnið við matarborðið var mjög skemmtilegt. Jú, við vorum að tala um naflann á mér(Krakkanum). Ég var nefnilega með svona naflakviðslit eða eitthvað álíka og þá gat ég togað naflann á mér lengst út. Bumbur höfuðbloggari sagði að þegar ég yrði stór og ætti búgarð væri ég farin að geta snarað kýrnar með líffærunum. En það er samt dáldið síðan að það var skorið í naflann á mér og þetta lagað. Bumbur var að fatta það í gær.En þetta þetta voru óneitanlega skemmtilegar umræður sérstaklega í ljósi þess að maður var að borða þarna.
Svo voru líka frosnar allar læsingarnar á bílnum nema á skottinu og því klifraði ég inn í bílinn úr skottinu og opnaði fyrir Bumbi og mömmu minni. Á leiðinni fram í hrundu tveir hundrað króna peningar úr vasanum á kápunni minni og svo fékk ég gleraugnahulstur í hausinn.
Samt var þetta mjög gaman.
|