Nú í fyrsta skipti á Íslandi: Pajdak bloggar (sjá mynd)
Tómas Halldór Pajdak
Vegna u.þ.b. þriggja áskorana ákvað ég að taka hér eitt gestablogg á bloggi Gvendar. Þar sem ég hef aldrei bloggað áður ætla ég að fara klassísku leiðina og lýsa deginum hjá mér.
Dagurinn var ósköp venjulegur, ég vaknaði klukkan fimm í sjö og tók síðan strætó í skólann. Létt-hnakkinn var við stýrið og að sjálfsögðu með LÉTT FM í botni. Sú stöð þarf að taka sér tak, alltaf sömu lögin á morgnana og umsjónarmennirnir halda að þeir séu eitthvað sniðugir. Þegar ég kom í skólann tók við týpískur íslenskutími þar sem Ásgerður kennari meig í sig af aðdáun þegar hún las Völuspá. Síðan var skrifleg stærðfræðiæfing einsog konungurinn segir, 10 á lesna og 9 hinumegin ef mér skjátlast ekki. Eftir prófið liðu tímarnir fljótt og fyrr en varir var komið að því að spila bandý í íþróttahöll MR. Þetta var með betri bandýæfingum í langan tíma, enda menn æstir í að komast í form fyrir Íslandsmeistaramótið á þessu vori. Ég varð reyndar fyrir því óhappi að misstíga mig harkalega þegar við höfðum spilað í dágóða stund og varð að taka því rólega í kjölfarið. En sönnum íþróttum fylgja alltaf meiðsli (heyriði þetta skákmenn). Nú sit ég hér og blogga en í náinni framtíð mun ég horfa á leikinn við Slóvena. Ég segi að Ísland taki þetta með þremur mörkum.
Góða helgi!
|