sunnudagur, 25. janúar 2004

ég var að keyra í dag og lenti á eftir einu af hættumesta fólki í umferðinni í dag; gömul kona keyrandi á 10 undir hámarkshraða sem er náttúrulega gjörsamlega óþolandi. Finnst mér að það ætti að koma upp einhverju kerfi þar sem fylgst er með gömlu fólki og um leið og þau fara að keyra undir hámarkshraða og/eða færa sætið í stöðuna næst stýrinu, þá yrði ökuskírteinið hrifsað af þeim og þau skölluð með miklum látum.

Ég og Gummi bloggmaster vorum á ræðuliðsæfingu hjá höfuðsteik skólans, Einari sem var einmitt að fara í mat hjá séra Páli með pabba sínum dr.Hallgrími. Þar ræddum við rök okkar og bardagaaðferð í ræðukeppni morgundagsins, þar sem við munum rúlla upp hinu liðinu með svaðalegum rökum og mótrökum. Það var einróma samþykkt að ef dómararnir dæmdu hinu liðinu sigur væri eitthvað alvarlegt að, meir að segja fékkst sérfræði álit á því þar sem faðir Einars er sálfræðingur. Hann sýndi okkur nokkrar bækur sem skrifaðar voru fyrir 76 árum og voru frumútgáfur, eldgamlar og verðmætar. Gumma og mér fannst það einkennilegt að hann skuli hafa treyst tveim menntaskólafávitum einsog mér og Gumma til að handleika gripina. djös buggl