Djöfulsins sveifla
Já,já. Ég fór á Listsýningu Gnarrins í Fríkirkjunni ásamt Guðmundi höfuðbloggara og Andmanni. Á leiðinni frá Andmanni festist Ingunarwagon og við fórum út að ýta. Þá er mér spurn, ætli fatlafól í hjólastól festist aldrei í snjósköflum? Þau eru pottþétt með barnaskóflu í hanskahólfi stólsins eða jafnvel teskeið og segja: „Jæja, út að moka!“ Svo er hjálpsami Samverjinn annað fatlafól sem bindur reipi í þann fasta og dregur áfram.Sýningin var ókeypis og fær mín meðmæli. Best fannst mér myndin „Jesú og börnin“ svo og „Satan freistar Jesú“. Verkin kallast helgimyndir og er Jesú Actionmankall. Þegar við vorum að fara benti Jón Gnarr okkur á gestabók og sagði að við yrðum að skrifa í hana því hún hefði verið svo dýr; 6000 kall. Hann vildi þó ekki að ég skrifaði aftur í bókina aðeins aftar en hló hrossahlátri að hugmyndinni.
Andmann fékk gríðarlega heimþrá og byrjaði að kvaka. Skutluðum við honum því heim svo leiftursnöggt að engispretta hefði dauðskammast sín. Í leiðinni renndum við framhjá Sörlanum og sáum mann keyra á móti einstefnu. Það getur aðeins hafa verið einn maður, Skarphéðinn Pálmason sjálfur. Hann var meira að segja með frúnni. Seinna kom í ljós að þetta var alls ekkert einstefna en það er alveg sama.
Að þessu loknu fórum við á Grillið við Tryggvagötu. Ég fékk goslaust Sprite. Ég skallaði þjóninn sem kom með nýtt. Það var alveg eins. Svo pantaði ég ónefndan hamborgara og bað um að sleppa laukhelvítinu en fékk BBQ hamborgara með laukandskota. Þegar ég lauk við laukinn skallaði ég alla þjónana leiftursnöggt því viðskiptavinurinn hafði laukrétt fyrir sér, þó hann hefði ekkert beðið um slíkt. Þjónninn var samt eiturhress og sparaði ekki gantið. Hann sagðist hringja í forstjórann ef seinna Sprittið væri goslaust.
Þess má geta að hinn fjórskipti gjörningur neðst til hægri á þessari síðu er ömurlegur, svo og Gísli Marteinn Baldursson.
|