föstudagur, 30. janúar 2004

Babú babú

Góðan dag góðir hálsar og þið hinir sem hálsbólgu hafið. Reyndar eru þið hinir með hálsbólgur, í fleirtölu. Hugsaðu um þetta áður en þú ferð að sofa, lesandi góður.

Ég tek strætó á morgnana. Það hanga leiðbeiningar í loftinu. Þar stendur: „Vinsamlegast gangið vel um vagninn.“ og „vinsamlegast standið upp.“ Þó báðar þessar tilkynningar megi misskilja er útkoman ekkert gríðarlega fyndin. Um daginn kom ég auga á miða sem ég hafði aldrei séð áður. Hann var festur á stólinn fyrir framan mig. Þar stóð: „Vinsamlegast setjið ekki fæturna upp á bakið.“ Ég veit ekki hvaða jóga-fólk hefur verið að taka strætó en aldrei á mínum 19 árum og 1 degi hef ég séð neinn í strætó setja fæturna á sér upp á bak.

Annars eru einhverjar gríðarlegar breytingar í vændum hjá Strætó, eins og lesa má hér:
http://www.straeto.is/UmFyrirtaekid/frettir/nr/157

Ég skrópaði í efnafræði í dag til að lesa undir stærðfræðipróf. Ég skrópa samt ekkert miðað við Heiðar nokkurn í bekknum mínum. Heiðar mætir bara heilu og hálfu dagana. Hann sló þó öll met þegar hann mætti aðeins í síðasta tímann í dag. Á þessum tíma gerðist EKKI NEITT. Það fannst mér gríðarlega fyndið. Af hverju í fjandanum var hann að koma?

(Það var eins gott að ég afritaði þessa bloggfærslu í Word, þetta þurrkaðist allt út. Mæli ég með að bloggarar Kebabsins geri þetta í öryggisskyni eða „for the tsjildren“ eins og ég kýs að kalla það.)