þriðjudagur, 4. júlí 2006

Bakaríið

"Góðan daginn, ég ætla að fá eitt ciabatta" (skýrt og skilmerkilega sagt)
"Hva...ha?" (Af svipnum að dæma var hugurinn ekki við afgreiðslu, heldur ískalda kokteila í Karíbahafinu og sólböð og sjóböð og afslöppun undir kókospálma. Kannski ekki furða, þar sem 90% íslensks sumars hingað til hefur verið afar grátt og rakt.)
"Eitt Ciabatta takk"
"Ha...hva...já" (tekur Ciabatta og setur í poka)
"Fleira?"
"Já, eina litla léttmjólk takk"
"Það er ekki til"
"Jæja, einn epla-Trópi þá takk"
"Nei, þeir eru ekki til"
"Eigiði epla-Svala?
"Já" (tekur epla-Svala)

Held að hún hafi heyrt fæst orðanna sem ég sagði heldur hafi þau verið yfirgnæfð af ímynduðum gítartónum spanjóla á fjarlægum sólríkum stað.

Þegar ég var búinn að fá minn epla-Svala og mitt ciabatta sá ég gommu af epla-Trópi í skápnum aftan við afgreiðsluborðið. En ég nennti ekki að gera frekari tilraunir til samskipta við slíka afgreiðsludömu.