sunnudagur, 16. júlí 2006

Klassísk tónlist

Í gær vorum ég, nafni, Jósep og Bragi að ræða tónlist og hvaða hljómsveitir samtímans yrðu klassískar og drukkum bjór og með því (þar sem með því stendur fyrir romm og kók). Menn voru á eitt sáttir um að Radiohead yrði klassík, ekki náðist samstaða um aðrar sveitir.

Hljómsveitin Herman's Hermits var ein sú allra vinsælasta á sjöunda áratugnum. Fólk tapaði sér yfir iðandi smellunum. Lög á borð við No Milk Today, I'm Into Something Good, Something Is Happening o.fl. trylltu lýðinn. Blómaskeið þeirra er liðið og nú vita aðallega gamlingjar að þessi sveit hafi nokkurn tímann verið til. M.ö.o. getur hún varla talist klassík. Ég hef hlustað á kasettu með þeim upp á síðkastið og þeir eru bara nokkuð góðir, óttalega sveitó reyndar. Söngvari og forsprakki sveitarinnar, Peter Noone, hefur einstakt lag á að vera hálfvitalegur á myndum (kannski hálfvitalegur yfirhöfuð), eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Jói frændi er kátur í bakgrunninum.
Peter Noone


Að lokum mætti kannski nefna nokkur lög sem eru að gera það gott í dag:
The Strokes - You Only Live Once
The Strokes - Heart In a Cage
Yeah Yeah Yeahs - Gold Lion
Wolfmother - Dimension
Wolfmother - Woman
Red Hot Chili Peppers - Dani California

Fleira er ekki í fréttum.