mánudagur, 10. júlí 2006

Snillingurinn verður hálfviti fyrir augum milljóna manna

Zidane hefur þótt einn sá alleiknasti með knöttinn í mörg ár, og rólyndismaður mikill. Hann endaði ferilinn með stæl í kvöld með því að gera sig að fífli að viðstöddu fjölmenni. Það sló þögn á múginn þegar Zidane mundaði höfuðið og stangaði síðan Marco Materazzi af öllu afli í brjóstkassann. Síðasta verkið á knattspyrnuvellinum. Þetta gerðist í lok framlegningar, og þá gerðist líka það að ég ákvað að hætta að halda með Frökkum í leiknum og fór að halda með Ítölum. Það er í fyrsta skipti og sennilega síðasta sem ég geri það í leik. Zidane á væntanlega ekki von á góðu frá fjölmiðlum. Var þetta uppsöfnuð reiði sem hann ákvað að hleypa út við þetta gullna tækifæri?

Nú liggur beint við að Zidane snúi sér að annarri íþrótt, nautaati, þar sem hann verður í hlutverki nautsins og Materazzi verður tálbeitan í stað rauða klútsins. Gæti slegið í gegn.