laugardagur, 8. júlí 2006

The Flaming Lips - At War With the Mystics

Ég hef oft heyrt fólk fara fögrum orðum um hljómsveitina The Flaming Lips en aldrei vitað hvað það væri fyrr en um daginn. Þess vegna gerði ég væntingar til nýjustu plötunnar, At War With the Mystics.

Platan fer af stað með leiðinlegasta "sumarsmelli" sumarsins, The Yeah Yeah Yeah Song, ég hef oft verið nálægt því að keyra út af þegar lagið hefur skyndilega glumið í útvarpinu í bílnum. Hræðilegt lag, falskur söngur og heimskulegur texti og alltaf í útvarpinu. Hvers vegna? Það veit enginn. Lögin sem á eftir koma eru ekki í sama stíl. Þau einkennast flest af því að hljómsveitin rembist við að vera listræn, sem kemur illa út. Greinilegur svipur er með lagasmíðum Pink Floyd og svo má heyra keim frá Sigurrós líka í sumu. Fyrri helmingur disksins nær ekki einu sinni að vera í meðallagi. Lag nr. 7, It Overtakes Me, er besta lag plötunnar og er lag upp á svona 8,0. Með því fara lögin skánandi á seinni helmingnum. Nr.9, Mr.Ambulance Driver, er gott meðallag eins og lögin fjögur þar á eftir.

Niðurstaða: Mikið meðalmoð, sem þir rífa sig uppúr í nokkrum lögum. Einkunn: 5,0.