sunnudagur, 30. júlí 2006

Dýrgripur

Þegar ég tók svokallaða djúptiltekt (hreinsaði upp úröllum skúffum og skápum, sorteraði og henti fullt af rusli) í herberginu mínu um helgina fann ég frábæran dýrgrip sem ég hafði saknað, plötuna Frískur og fjörugur með Hemma Gunn. Nú verður ekkert gefið eftir í sveiflunni.

Nú þekkja orðið flestir lagið Einn dans við mig sem farið hefur eins og hvirfilbylur um partý landsins og tryllt lýð. Færri þekkja önnur dúndrandi partýlög disksins, Út á gólfið og Oftast úti á sjó. Hvet alla til að kynna sér þau lög og tileinka sér.