fimmtudagur, 6. júlí 2006

Tjáningarfrelsi

Kolbrún Bergþórsdóttir virðist hafa lausan tauminn í skrifum á Blaðinu. Þar birtast smápistlar eftir hana daglega, held ég. Hún hefur skrifað mikið um HM að undanförnu. Grípum niður í pistil dagsins:

"Þýska liðið er einmitt lið sem Landsbankinn hefði styrkt hefði hann haft tækifæri til. Þar á bæ hefðu menn verið alveg vissir um að þeir væru að fjárfesta skynsamlega með því að ausa peningum í vinnusamt og samviskusamt knattspyrnulið sem teldu skyldu sína að skila sínu. Og sennilega væri það miklu skynsamlegri fjárfesting en að styrkja ítalska og brasilíska liðið þar sem menn eru ástríðufullir og tilfinningaríkir, en jafnframt dyntóttir og óútreiknanlegir eins og sannir listamenn eru svo oft"

Það er sama hvernig ég sný þessum pistli fyrir mér á alla kanta og reyni að sjá hann frá öðru sjónarhorni, ég sé ekki milligramm af viti, skemmtun, né innihaldi í honum.

Alltaf þegar ég rýni yfir þessa pistla velti ég þessu fyrir mér:

Er ekki kominn tími til að afnema tjáningarfrelsið eftir föngum?