sunnudagur, 21. desember 2003

Jól hjá Lalla Johns og klapp í bíó

Finlandia pela faldi ég niðri í bæ áður en ég fór á jólaballið. Hann var horfinn þegar ég ætlaði að sækja hann tveimur dögum síðar. Það mætti segja mér að Lalli Johns hafi verið fljótur að finna gripinn. Hann getur þá haldið jól, karlinn.

Ég fór á Return of the King í gærkvöldi, Versló/MR- forsýningu. Mikil eftirvænting var í lofti og heppni að enginn tróðst undir í atgangnum. Það fer í taugarnar á mér þegar fólk klappar í bíó. Til hvers að klappa? Það er allt annað að klappa í leikhúsi, þannig eru leikararnir látnir vita að áhorfendur kunnu að meta sýninguna. Allar myndir sem ekki er klappað fyrir verða teknar úr bíó. "Þetta er greinilega ekkert vinsæl mynd, það klappaði enginn. Það þýðir ekkert að sýna hana lengur.". Kannski hringdu starfsmenn Laugarásbíós í leikstjórann, Peter Jackson: "Hi Peter, I'm calling from Laugarásbíó in Iceland. We just wanted to let you know that the people here who saw your film clapped their hands. Yes, your film is obviously popular here in Iceland. I think you should make more films."

"If you're happy and you know it, clap your hands!" eins og segir í söngnum. Ég held að þessi lína hljóti að vera mottó þessara vitleysinga, sem klappa í bíó.

Myndin var góð hvað sem öðru líður en ég leyfði mér ekki þann munað að klappa fyrir henni, þrátt fyrir það.