þriðjudagur, 9. desember 2003

Uss, ólesin stærðfræði

Uss, ólesin stæ. gekk verr en sú lesna. En ég hlýt nú samt að ná, ha? Ég byrjaði illa og stressaðist við það en ég vonast til að skella fimmu á þetta kvikindi. Allt undir því væri ótækt. Prófið var ekki alveg jafn svínslegt og jólaprófið í fyrra sem felldi 60% nemenda 4.bekkjar á jólum, sem er mikið.