Veðurfræðingagrín eins og það gerist best í Kastljósinu á RÚV
Í gær var besti Kastljósþáttur í manna minnum eins og maðurinn sagði. Þar voru saman komnir tveir leikandi hressir veðurfræðingar, þeir Haraldur Ólafsson, veðurfréttamaður á RÚV og Sigurður Þ. Ragnarsson eða Siggi stormur af Stöð 2. Fóru þeir með gamanmál eins og veðurfræðingum einum er lagið og veðurfræðihúmor fékk að njóta sín. Haraldur sagði t.d. hlæjandi frá því hvað hann segði við útlendinga sem hringdu í hann til að fá vitneskju um veður í Bláa lóninu 10. júní. Hann sagði að staðlað svar við þeirri spurningu væri "tíu stiga hiti og skúrir" og svo hlógu þeir félagarnir allhressilega að þessu frábæra veðurfræðigríni. Áhorfendur heima í stofu hafa ekki getað annað en haft gaman að þessu, slík snilld var þetta. Það er ekki spurning að það ætti að fá þessa menn í að halda veðpurfræðiuppistandsþætti í hverri viku. Besta Kastljós frá upphafi, segi og skrifa. Meira svona.Hressandi Muse á eftir. Vonandi verður það ekki til þess að ég skíti upp á bak í frönskuprófinu á morgun.
|