laugardagur, 13. desember 2003

Pub quiz á Grandrokk

Ég prófaði pub quiz á Grandrokk í fyrsta sinn í gær. Spurningarnar voru fjári erfiðar. Þrjátíu stykki og mikill meirihluti um landafræði og það var ekki létt landafræði. M.a. var landafræðispurning þar sem svarið var Reykjanestá. Ég og samherji minn, Villi, náðum 10 réttum af 30 en sigurvegararnir 18 af 30.

Ég var að uppgötva hryllilega villu hjá mér á líffræðiprófinu. Það má eiginlega segja að ég hafi ruglað saman húð og laufblaði, því ég sagði að stafvefur og svampvefur væru í húð. Þeir munu hins vegar vera í laufblaði. Ég er létt hræddur um fall á líffræði, sem væri mjög skammarlegt. Ég var bara kominn með svo mikinn skóla- og prófleiða að ég nennti nánast ekkert að læra fyrir líffræðina. Líffræðibókin er líka hundleiðinleg, og enn leiðinlegri í annað skipti. En ég læt þetta ekki koma fyrir aftur og ætla að læra mjög vel fyrir efnafræðina á mánudag.

Eigendur Mama's Tacos eru ekki allir þar sem þeir eru séðir ef marka má Frikka. Ég hvet alla til að lesa þetta.