fimmtudagur, 4. desember 2003

Skotárás

Það ætti að skjóta þetta lið sem er að skjóta upp flugeldum núna eða bara höggva af því hendur og fætur eða hálshöggva það með bitlausri öxi eða láta varða skóggang og útskúfa því ævilangt úr samfélaginu (afsakið svæsnar hugmyndir, ég var í söguprófi og dettur þess vegna ekkert í hug nema gamaldags refsingaraðferðir). Það eru ekki komin áramót. Það ætti endilega að finna sér eitthvað betra að gera, þetta lið, blogga eða læra fyrir próf eða drekka kakó. Hljómar vel.