þriðjudagur, 9. desember 2003

Kínverski bardagalistar- og veðmálaþátturinn Banzai

Það er þáttur á Skjá Einum þessa dagana sem heitir Banzai. Kínverjar sem telja sig mjög sniðuga sjá um þáttinn. Gallinn er sá að þeir eru ekkert sniðugir. Í þættinum er áhorfendum uppálagt að veðja á einhverja heimskulega hluti sem þáttastjórnendur skipuleggja. Þessi þáttur er eins og lélegt gamanefni frá fæðingarári mínu, 1985. Ég vona að fólk almennt hafi aldrei skemmt sig með því að horfa á þetta fjárans sorp.