sunnudagur, 1. febrúar 2004

Öfuguggar á almenningsklósettum

Ég var rétt í þessu að koma að norðan þar sem ég blótaði þorra. Í bílnum á leiðinni heim vildi Steinar frændi stoppa því hann þurfti að kasta af sér vatni. Mömmu hans var nú svona verr við það að stoppa, þar sem stoppað hafði verið skömmu áður á Blönduósi. Í kringum þetta spunnust umræður í bílnum um almenningsklósett. Frændi minn vildi helst bara míga úti á víðavangi því honum er í nöp við almenningsklósett, sérstaklega þó fjandans hlandskálarnar og klósettin sem eru bara með skilrúmum á milli en ekki almennilegum veggjum sem einangra alveg. Frændi minn sagði að hann gæti ekki migið í svona hlandskálar þegar aðrir stæðu þar við sömu iðju. Tilfellið er einmitt að það er svo mikið af djöfulsins öfuguggum sem alltaf þurfa að gjóa augunum yfir á næsta mann, nánar tiltekið á skaufann á honum eða bununa. Varðandi þetta var ég hjartanlega sammála frænda mínum, það eru rosalega margir svona laumuperrar sem alltaf þurfa að virða þann við hliðina á þeim fyrir sér. Ekki veit ég hvað vakir fyrir svona mönnum, eru þeir að virða fyrir sér bununa hjá næsta manni eða í skaufasamanburði. Það vantar þá bara að þeir segi: "Góð sveifla á bununni hjá þér" eða "Ég er nú með stærri skaufa en þú, karlinn". Kannski langar helvítis pervertana bara að pissa í kross. Ég reyni að forðast hlandskálar sé þess kostur.

Frændi minn fór að lokum á klósettið og ætlaði að míga í hlandskál. Það var allt gott og blessað og hann var einn inni á klósettinu. En svo kom annar maður inn og allar skálarnar voru lausar nema sú sem frændi var að nota. Þá að sjálfsögðu skellti öfugugginn og viðbjóðurinn sér á hlandskálina við hliðina á frænda og hóf augngotur. Frændi lét ekki bjóða sér slíkt og fór.

Augngotur við hlandskálar eru ósiður sem menn ættu að venja sig af. Það býður bara upp á handalögmál.