QOTSA og draumur um skóla
Queens of the Stone Age eru konungar rokksins. Ekki kannski þeir einu en konungar samt sem áður. Sennilega verður næsti diskur í safnið nýútkominn diskur þeirra.Mig dreymdi a.m.k. tvisvar í páskafríinu. Fyrri draumurinn var greinilega fráhvarfseinkenni frá skólanum. Draumurinn var þannig að bekkurinn minn sat í stofunni og næsti tími var efnafræði hjá Skarpó. Þegar hringdi birtist Skarpó galvaskur í dyrunum. Eitthvað var reyndar undarlegt við hann í þetta skiptið, hann var ekki eins og hann er vanur að vera. Hann var mjög mjóróma og kennskuhættirnir höfðu breyst. Reyndar var kennslan í þessum tíma fyrir neðan allar hellur. Hann fór að kenna um mól per flatarmálseiningu (hef ekki heyrt um það fyrr). Hann sagði m.a.: "Það er sama hvaða stærðir við höfum, hlutfallið er alltaf það sama" og síðan teiknaði hann á töfluna langar línur. Línurnar voru svo langar að hann varð að teikna út fyrir töfluna. Hann stökk upp með tússpennann til að teikna ofan við töfluna en þá vildi ekki betur til en svo að hann flækti tússpennan í loftinu og festist þar, hvernig sem það var hægt. Svo hékk hann þar fastur og til að losna varð hann að draga myndvarpatjaldið niður, sem honum tókst eftir japl, jaml og fuður. En abbababb allt í einu kom annar Skarphéðinn inn í stofuna og það var sá rétti. Hinn forðaði sér út skömmustulegur og hinum rétta Skarpó var ekki skemmt. Svo kom í ljós að eftirlíkingin var Óskar stærðfræðikennari. Skarphéðinn hafði beðið Óskar að leysa sig af í þessum tíma og Óskar hafði greinilega séð sér leik á borði að gera Skarpó að fífli með því að klæðast Skarpóbúningi láta eins og bjáni í tímanum. En ráðabruggið mistókst hjá honum, það komst upp um allt saman þegar Skarpó mætti sjálfur í lokin. Svo náði Skari alls ekki röddinni.