þriðjudagur, 29. mars 2005

Leigubílstjórinn

Í morgun keyrði kona okkur systkinin og föðurinn til Álaborgar í leigubíl. Kona. Leigubíl. Það var skrýtið af því að ég hef ekki séð það áður. En hverjum er ekki...

Klukkan var 5:30 þegar við settumst í bílinn og eitt af því fyrsta sem konan hafði orð á var: "Solen er da endnu ikke kommet op hohohohoh! Det var da tidligt om morgenen!" eða á íslenskunni:
"Sólin er ekki ennþá komin upp hohohohoh! Það er naumast að þið eruð snemma á ferðinni!"

Mér var ekki hlátur í hug. Húmor minn er ekki orðinn nægilega þroskaður. Þetta er hlutur sem ég þarf að vinna í.