fimmtudagur, 10. mars 2005

Gítar

Var að fá í hendurnar gítar. Kann ekkert á gítar. Stefni á að verða sjálfmenntaður og að verða fyrsti gítarleikarinn sem notar hvorki gítargrip né nótur, bara innblástur og grunnnóturnar sex. Gæti slegið í gegn, gæti orðið flopp, 50/50.

Kannski er betra að ég læri á þetta svo þær gömlu á hæðinni fyrir neðan komi ekki og bíti mig í hnakkann þegar þær verða orðnar vitlausar á samhengislausu glamrinu.

En þær eru pottþétt hálfheyrnarlausar svo ég ætla að halda áfram.