sunnudagur, 20. mars 2005

Sveitamaður

Var að setja inn tengil á síðu sveitamanns, Gumma, sem er bróðir gamals félaga úr sveitinni. Maðurinn sá er mikill aðdáandi ítalska boltans og Juventus, sem ekki er gott afspurnar.

Einnig ætti kannski að nefna það að ég og drengurinn sá vorum oft saman í liði í fjögurra manna fótbolta í sveitinni og í mótliðinu voru Vésteinn og Skari. Hefð var fyrir því að við nafnar rústuðum fótboltaleikjunum með miklum mun. Mig minnir samt að Óskar og Vésteinn hafi unnið einu sinni (örugglega ekki oftar).