laugardagur, 19. mars 2005

Áfangastaður: Dronninglund

Vaknaði 04:45 í morgun.
  • Lagði af stað að Leifsstöð kl. 05:15. Tími: 45 mínútur.
  • Bið í Leifsstöð. Tími: 1 klst. og 30 mínútur.
  • Steig um borð vél Iceland Express kl. 07:30.
  • Flug til Kapmannahafnar. Tími: 2 klst. og 50 mínútur.
  • Bið á Kastrup flugvelli eftir lest. Tími: 50 mínútur.
  • Lestarferð frá Kastrup til Álaborgar. Ómetanlegt. Tími: 5 klst. og 30 mínútur.
  • Gengið á aðalstrætisvagnastöð Álaborgar. Bið þar. Tími: 1 klst.
  • Ferð í strætisvagni frá Álaborg til Dronninglund. Tími: 42 mínútur.
  • Gengið að húsi föður míns í Dronninglund. Tími: 5 mínútur.
  • Á leiðarenda var klukkan 19:15 að íslenskum tíma.

Samanlagður tími sem fór í ferðina: 14 klst.

Niðurstaða: Dronninglund er ekki í alfaraleið. Eins og sagt er á fáguðu máli er Dronninglund úti í rassgati.

Meira síðar. Næst á dagskrá: svefn.