miðvikudagur, 9. mars 2005

Stælar

Hann er ekki enn búinn að borga. Kom víst í Hallann með skottið á milli lappanna seinna um daginn í fyrradag og vældi yfir því að Magga hefði komið heim til hans með menn með sér að rukka en borgaði ekki skuldina. Ég á ekki orð. Þetta er eitt af því versta í fari fólks, að lofa upp í ermina á sér. Ekki bara einu sinni heldur margoft. Þeir sem ekki eru borgunarmenn eiga ekki að taka lán.